Skráning

Upplýsingar um skráningu, þátttökugjöld, greiðslur, forföll og styrki

Hægt er að skrá sig á alla ráðstefnuna eða á hluta hennar

Til að fyrirbyggja matarsóun eru þátttakendur jafnframt beðnir um að skrá sérstaklega þátttöku í hádegisverðum og kvöldverði í Björtuloftum fyrri ráðstefnudaginn.
Í skráningarforminu er möguleiki fyrir þá sem eru á sérfæði að merkja við vegan.

Til að fá sem mest út úr ráðstefnunni, og þeirri heildrænu hugsun og samfellu sem dagskráin byggir á, hvetjum við að sjálfsögðu alla til að taka þátt í dagskránni frá upphafi til enda!

Skráning á ráðstefnuna stendur frá 5. ágúst til kl. 12:00 mánudaginn 5. september 2022.

Þátttökugjald

Skráning fyrir meðlimi félaga/stofnana sem að ráðstefnunni standa

Félagsmenn FT, STS, FÍH og kennarar og stjórnendur í LHÍ greiða ekki þátttökugjald.

Almenn skráning

  • Almennt þátttökugjald er 25.000 kr. fyrir báða ráðstefnudaga eða 12.500 kr. fyrir hvorn dag.
  • Þátttökugjald fyrir tónlistarnemendur er 10.000 kr. eða 5.000 kr. fyrir hvorn dag. Gjald vegna þátttöku í kvöldverði í Björtuloftum er 5.000 kr.

 

Greiðslur

Reikningur vegna þátttökugjalda og eftir atvikum vegna forfallagjalds mun birtast í heimabanka.

Reglur um forföll

Hægt er að tilkynna forföll fram til 6. september en eftir það gildir eftirfarandi:

  • Almenn skráning og tónlistarnemendur: Þátttökugjald er óafturkræft vegna forfalla sem verða eftir 5. september.
  • Félagsfólk FT, STS, FÍH og kennarar og stjórnendur í LHÍ: Ef forföll eru ekki tilkynnt fyrir 6. september leggst á 5.000 kr. forfallagjald.

Tilkynningar um forföll sendist á netfangið: hallo@tonlisterfyriralla.is

Styrkir

Hægt er að sækja um styrki hjá endurmenntunarsjóðum FT og FÍH og eftir atvikum hjá viðkomandi sjóðum. Auk þess að veita styrki vegna þátttökugjalda veita starfsmenntunarsjóðir FT og FÍH styrki vegna kostnaðar við ferðir, gistingu og uppihald.