Um ráðstefnuna

Kveikjan að ráðstefnunni

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum fagnar 40 ára afmæli á þessu ári en félagið var stofnað 21. nóvember 1982 og kviknaði hugmyndin að ráðstefnunni í tengslum við afmælisár félagsins.

COVID takmarkanir síðustu ára spiluðu líka inn í en sökum þeirra þótti enn ríkari ástæða til að skapa vettvang og tækifæri fyrir tónlistarskólakennara til að lyfta andanum, fræðast, miðla, hittast og skemmta sér saman!

Samstarfsaðilar

Ákveðið var að hugsa stórt og efna til tveggja daga ráðstefnu með góðum hópi samstarfsaðila en ráðstefnan er haldin í samstarfi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Samtök tónlistarskólastjóra og Félag íslenskra hljómlistarmanna.

Undirbúningshópur

Eftirtaldir aðilar mynda undirbúningshóp vegna ráðstefnunnar:

Sandra Rún Jónsdóttir

Formaður Samtaka tónlistarskólastjóra

Gunnar Hrafnsson

Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna

Þórarinn Stefánsson

Tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Ingunn Ósk Sturludóttir

Varaformaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Sigrún Grendal

Sigrún Grendal

Formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

Jón Hilmar Kárason

Tónlistarmaður og gítarkennari - jonkarason.is - án staðsetningar

Jóhann Ingi Benediktsson

Tónlistarkennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Elín Anna Ísaksdóttir

Fagstjóri klassísks hljóðfærakennaranáms og meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu í LHÍ

Aðstandendur ráðstefnunnar færa Mennta- og barnamálaráðuneytinu, Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni kærar þakkir fyrir veittan stuðning við ráðstefnuna!