Jóhann Ingi Benediktsson

Tónlistarkennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Jóhann Ingi Benediktsson

Tónlistarkennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Upplýsingar

Ég hef starfað sem tónlistarkennari í tuttugu ár og og hef starfað við tónlistarkennslu í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla auk tónlistarskóla.

Ég er gítarleikari að upplagi og hef innan tónlistarskólanna lengst af gengt hlutverki gítarkennara en hef þó talsverða reynslu af ýmiskonar samspilskennslu auk tónfræðikennslu.

Ég lauk nýverið meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands þar sem lokaverkefni mitt var rannsókn á því hvaða grunngildi og áherslur ættu að liggja til grundvallar við gerð næstu aðalnámskrár tónlistarskóla.

Mér er talsvert hugleikið hvernig við getum byggt brýr milli tónlistarstarfs innan tónlistarskólanna og utan þeirra og sinnt þannig mismunandi þörfum áhugafólks um tónlist og tónlistariðkun í nútíma samfélagi.

Allir fyrirlestrar - Jóhann Ingi Benediktsson