Guðni Franzson

Tónlistarmaður - Tóney

Guðni Franzson

Tónlistarmaður - Tóney

Upplýsingar

Guðni Franzson lauk kennaraprófi 1982 og einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984. Hann hélt að því loknu til Hollands, hlaut til þess m.a. Léonie Sonning styrk og útskrifaðist frá Rotterdams Conservatorium haustið 1989. Guðni hefur víða komið fram sem klarínettuleikari, hljóðritað fjölda geisladiska með nýrri og klassískri tónlist samhliða því að leika tónlist með Rússíbönum.

Guðni var einn af stofnendum CAPUT, árið 1988, fyrst sem klarínettuleikari en síðar sem stjórnandi. Guðni vinnur sem tónsmiður, mest fyrir leikhús og dans. Tóney er skapandi vettvangur fyrir tónlistarkennslu sem hann stofnaði haustið 2007. Hann er í kennarahópi Tónlistarskóla FÍH, Tónskóla Sigursveins, Menntaskóla í Tónlist og stundakennari hjá Listaháskóla Íslands.

Allir fyrirlestrar - Guðni Franzson