Inga Björk Ingadóttir

Músíkmeðferðarfræðingur - Hljóma

Inga Björk Ingadóttir

Músíkmeðferðarfræðingur - Hljóma

Upplýsingar

Inga Björk er stofnandi og eigandi Hljómu. Þar sinnir hún músíkmeðferð og tónlistarkennslu. Auk þess ​er hún tónskáld, lýruleikari og söngkona. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs.

Á árunum 2001-2006 nam hún músíkmeðferð í Berlín. Frá þeim tíma hefur hún starfað við músíkmeðferð, tónlistarsköpun og kennslu á Íslandi, Þýskalandi og Austurríki. Erlendis starfaði hún bæði á heilbrigðis- og uppeldissviði; m.a. með börnum með sérþarfir, með fjölfötluðum einstaklingum og við líknandi meðferð á sjúkrahúsi krabbameinslækninga.

Frá 2011 hefur hún hér heima m.a. unnið með börnum með ýmiskonar áskoranir, börnum og fullorðnum með hreyfihamlanir, fullorðnum með heilabilun, auk nýsköpunar í tónlistarkennslu yngsta fólksins.

Allir fyrirlestrar - Inga Björk Ingadóttir