Saga Garðarsdóttir

Leikkona og uppistandari

Saga Garðarsdóttir

Leikkona og uppistandari

Upplýsingar

Saga Garðarsdóttir, útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2012. Þá um haustið hóf hún störf hjá Þjóðleikhúsinu og var þar fram til ársins 2014 og lék meðal annars í í uppsetningu Benedict Andrews á Mackbeth, Englum Alheimsins í leikstjórn Þorleifs Arnars og í Dýrunum í Hálsaskógi í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Þá skrifaði hún leikritið Kenneth Mána fyrir Borgarleikhúsið og Þetta er grín án djóks fyrir Menningarfélag Akureyrar sem hún lék einnig í.

Hún hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar, Steypustöðin, Drekasvæðið og Hreinn Skjöldur og kvikmyndunum Bakk og Kona fer í stríð.

Saga var í handritsteymi Áramótaskaupsins 2017 sem hlaut Edduverðlaun fyrir gamanþátt ársins og hefur auk þess skrifað fjölda sketsa bæði fyrir svið og sjónvarp.

Saga kemur einnig fram reglulega sem uppistandari og meðlimur spunahópsins Improv Ísland sem hefur verið með reglulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum frá haustinu 2015.

Allir fyrirlestrar - Saga Garðarsdóttir