Umbra

Umbra

Upplýsingar

UMBRA var stofnuð haustið 2014 og er skipuð fjórum atvinnutónlistarkonum:

Alexöndru Kjeld
Arngerði Maríu Árnadóttur
Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur
Lilju Dögg Gunnarsdóttur.

Hafa þær í sameiningu skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og oft dimman undirtón. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs. Þær hafa einnig frumflutt verk eftir tónskáldin Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Finn Karlsson sem samin voru fyrir hópinn. Umbra hefur haldið reglulega tónleika víðsvegar, jafnt heima sem erlendis. Sem dæmi má nefna Listahátíð í Reykjavík, Þjóðlagahátið á Siglufirði, Tíbrá tónleikaröð í Kópavogi, Hallgrímskirkju, Frihavnskirken í Kaupmannahöfn og Dómkirkjunni í Helsinki. Haustið 2021 fór hópurinn í tónleikaferð til Hollands og spilaði í Rotterdam, Deventer og Lichtenvoorde. Í apríl 2022 var Umbra valin til að spila á Nordic Folk Alliance hátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð.

Umbra gaf út tvær plötur hjá plötuútgáfunni Dimmu árið 2018. Annars vegar plötuna „Úr myrkinu“ sem kom út í apríl 2018 og inniheldur forn lög úr evrópskum handritum sem tengjast dekkri hliðum mannlegrar tilveru og svo hins vegar jólaplötuna „Sólhvörf“ sem kom út í nóvember 2018. Þriðja plata hópsins „Llibre vermell“ kom út hjá Dimmu í nóvember 2019. Í maí sl. kom svo fjórða platan út „Bjargrúnir“ en á henni má finna íslensk þjóðlög í útsetningum hópsins.

Allar plötur Umbru hafa hlotið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki þjóðlagatónlistar og bar platan „Sólhvörf“ sigur úr býtum á hátíðinni árið 2019.

Allir fyrirlestrar - Umbra

Tónlistaratriði

09 sep 2022
09:00