Hljóðhimnar

Hljóðhimnar

Hljóðhimnar eru nýtt upplifunarrými í Hörpu, ætlað börnum og fjölskyldum þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Þar er hægt að setja sig í stellingar hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hjúfra sig upp að vögguvísum og sönglögum Íslensku Óperunnar, kíkja inn í músarholur eins og Maxímús Músíkús, sigla um tónlistarinnar höf með Tónstýri Stórsveitar Reykjavíkur og margt fleira. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, nýr verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu, segir frá rýminu og aukinni áherslu á barnamenningu, fræðslu, upplifun og samstarfsverkefni í Hörpu. Eftir erindið býðst gestum að skoða Hljóðhimna, en þeir eru staðsettir við hlið miðasölu á fyrstu hæð.