Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Tónlistarkona, hugmyndasmiður og leiðbeinandi Spunavélarinnar, skapandi tónlistarsmiðju - Sjálfstætt starfandi

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Tónlistarkona, hugmyndasmiður og leiðbeinandi Spunavélarinnar, skapandi tónlistarsmiðju - Sjálfstætt starfandi

Upplýsingar

Ingibjörg Fríða er söngkona með fjölbreyttan bakgrunn og hefur lokið bæði klassísku og rytmísku söngnámi hér á landi. Þar að auki hefur hún lokið BA prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og hluta úr náminu stundaði hún í Sibeliusarakademíunni í Helsinki. Síðustu ár hefur hún starfað sem söngkona, sungið í kórum og kammerhópum, jazz- og popphljómsveitum, unnið við dagskrárgerð á RÚV, við söng- og tónlistarkennslu, kennt spuna við tónlistardeild LHÍ, og leitt skapandi tónlistarvinnusmiðjur fyrir börn og fullorðna. Hún er einnig starfandi verkefnastjóri barnamenningar í tónlistarhúsinu Hörpu.

 

Allir fyrirlestrar - Ingibjörg Fríða Helgadóttir