Workshop: Sköpunarkjarkur

Workshop: Sköpunarkjarkur

Það krefst kjarks að spinna og semja tónlist í hóp. Þátttakendur þurfa sannarlega að finna kjarkinn en ekki síst leiðbeinendur.

Vel heppnuð tónlistarsmiðja með áherslu á spuna, samspil og lagasmíðar er tækifæri fyrir tónlistarmann að stíga út í óvissuna, treysta á sig og hljóðfærið sitt, finna sína rödd í hópnum en einnig styðja hugmyndir annarra.

Á ráðstefnunni gefa Siggi og Ingibjörg innsýn í sitt starf sem tónlistarsmiðjuleiðbeinendur á lifandi og skemmtilegan hátt.