Borgþór Jónsson

Nýútskrifaður rytmískur hljóðfærakennari frá tónlistardeild LHÍ

Borgþór Jónsson

Nýútskrifaður rytmískur hljóðfærakennari frá tónlistardeild LHÍ

Upplýsingar

Ég byrjaði tiltölulega seint í tónlistarnámi við 17 ára aldurinn þegar ég skráði mig í Tónlistarskóla FÍH. Ég var í þeim skóla í 5 ár og tók svo langt hlé þar til 2018 þegar ég skráði mig aftur til þess að klára miðpróf á rafbassa. Í framhaldi af því nam ég við LHÍ á rytmísku hljóðfærakennslubrautinni. Í maí hélt ég svo útskriftartónleikana mína frá þeirri braut og hef því náð B.Mus.Ed. gráðu.

Meðfram þessu námi hef ég spilað tónlist í víðu samhengi og með fólki úr öllum áttum og á öllum mennta- og reynslustigum. Reynsla mín af kennslu er ekki mjög mikil en ég hef haft nemendur í heimakennslu og vann í afleysingum hjá Skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi á vorönn 2022.

Allir fyrirlestrar - Borgþór Jónsson