Gunnar Ingi Jósepsson

Kennaranemi í tónlistardeild LHÍ

Gunnar Ingi Jósepsson

Kennaranemi í tónlistardeild LHÍ

Upplýsingar

Ég hóf tónlistarnám mitt 6 ára gamall í Tónlistarskólanum á Húsavík. Þar byrjaði ég á píanó en færði mig fljótt yfir á klassískan gítar og lauk miðprófi á hann. Síðar fluttist ég svo til Reykjavíkur til þess að stunda nám á rafmagnsgítar í Tónlistarskóla FÍH og lauk þar miðprófi á rafmagnsgítar.

Ég er nú nýútskrifaður úr Listaháskóla Íslands með B.Mus.Ed. gráðu í Rytmískri söng- og hljóðfærakennslu og stunda nú meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu í LHÍ. Meðfram námi hef ég verið að fást við ýmis konar tónlist en þó aðallega rokk og þungarokk.

Ég hef á mínum námsferli fundið fyrir takmörkum tónlistarnámskerfisins eins og það er nú og ég vil nú beita mér fyrir meira listrænu frelsi nemenda í tónlistarnámi sínu.

Allir fyrirlestrar - Gunnar Ingi Jósepsson