Heiðrún Hámundardóttir

Tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akranesi og Brekkubæjarskóla á Akranesi

Heiðrún Hámundardóttir

Tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akranesi og Brekkubæjarskóla á Akranesi

Upplýsingar

Heiðrún hefurverið tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akranesi meira eða minna í 20 ár. Síðastliðin 13 ár hefur hún einnig sinnt tónmenntakennslu við Brekkubæjarskóla á Akranesi.

Heiðrún lauk kennaraprófi frá tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1999 og diplómu á meistarastigi í rytmískri tónlist frá Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum árið 2009. Nú stundar hún meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

Heiðrún hefur komið víða við í sinni kennslu þar sem hún hefur stjórnað alls kyns samspili, lúðrasveitum, rokkhljómsveitum, kór og trommusveitum. Í starfi hefur hún ávallt lagt áherslu á sköpun og áhugasviðsval nemenda. Þá hefur hún tekið þátt í stærri samstarfsverkefnum á Akranesi.

Allir fyrirlestrar - Heiðrún Hámundardóttir