Ingunn Jónsdóttir

Tónlistarkennari við Skólahljómsveit Austurbæjar

Ingunn Jónsdóttir

Tónlistarkennari við Skólahljómsveit Austurbæjar

Upplýsingar

Ingunn Jónsdóttir lauk blásarakennara- og burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Bernharðs Wilkinsonar og Hallfríðar Ólafsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún við Guildhall School of Music and Drama þar sem aðalkennarar hennar voru Samuel Coles og Katy Gainham. Þaðan lauk hún meistaraprófi í flautuleik. Ingunn hefur lokið BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Uppsölum þar sem hún lagði áherslu á tónlistarsálfræði. Hún hefur samið kennslubækur í flautuleik ásamt Dagnýju Marinósdóttur og starfar nú hjá Skólahljómsveit Austurbæjar.

 

Allir fyrirlestrar - Ingunn Jónsdóttir