Fyrirlestur: Hvar erum við stödd, hvað getum við gert núna og hvert stefnum við?

Fyrirlestur: Hvar erum við stödd, hvað getum við gert núna og hvert stefnum við?

Umfjöllun um niðurstöður gagnaöflunar sem fór fram á svæðisþingum tónlistarskóla haustið 2020 í umræðum um endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla. Greint verður frá helstu niðurstöðum umræðuhópa og tölulegra gagna sem safnað var á sama tíma.

Einnig verður gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á því hvernig framhaldsskólar meta tónlistarnám sem Karen Karólínudóttir og Ingunn Jónsdóttir unnu fyrir FT vorið 2022.

Erindinu er ætlað að kveikja umræður sem munu fara fram í kjölfarið sem lokahnykkur ráðstefnunnar.