Mandólín

Gleðisveit

Mandólín

Gleðisveit

Upplýsingar

Mandólín var stofnuð árið 2014 og hefur starfað óslitið síðan.

Hljómsveitin Mandólín hefur sérstakt dálæti á kitlandi klezmerlögum og tregafullum tangóum en lætur greipar sópa vítt og breitt í leit sinni að skemmtilegri músík, sem meðlimir útsetja sjálfir. Á efnisskrána hafa til dæmis ratað klassísk kvikmyndalög, austurevrópskir þjóðdansar, íslensk gullaldardægurlög og færeyskir hringdansar. Meðal þeirra tungumála sem sungið er á eru gríska, arabíska, finnska, rúmenska og jiddíska. Hljómsveitin hefur komið fram á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, á Menningarnótt, í Salnum í Kópavogi, í Mengi, Hörpu og víðar.

Hljómsveitina skipa:

Ástvaldur Traustason, harmónika
Bjarni Bragi Kjartansson, kontrabassi
Elísabet Indra Ragnarsdóttir, fiðla
Guðrún Árnadóttir, fiðla
Martin Kollmar, klarinett
Óskar Sturluson, gítar og bousouki
Sigríður Ásta Árnadóttir, harmónika

Allir fyrirlestrar - Mandólín