Upplýsingar
Sigurlaug hóf tónlistarnám sitt í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum og hún útskrifaðist með B.mus.ed í klassískri hljóðfærakennslu vorið 2021 frá Listaháskóla Íslands.
Í náminu lagði hún áherslu á kennslu á blásturshljóðfæri og sótti m.a. einkatíma á mismunandi aukahljóðfæri á hverri önn. Hún tók grunnpróf á básúnu og saxófón.
Haustið 2019 hélt Sigurlaug í skiptinám til Helsinki og fékk þar nýja innsýn við nálgun á tónlistarkennslu.
Sigurlaug lauk framhaldsprófi í klassískum söng vorið 2021. Hún hefur komið fram bæði sem flautuleikari og söngkona, nú síðast með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.
Haustið 2021 hóf hún störf sem málmblásturskennari við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu og stjórnar þar einnig lúðrasveitum og barna- og unglingakórum.
Allir fyrirlestrar - Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal
Umræðutorg I: Tónlistarskóli framtíðar
08 sep 2022
11:00