Snorri Heimisson

Stjórnandi / skólastjóri Skólahljómsveitar Austurbæjar

Snorri Heimisson

Stjórnandi / skólastjóri Skólahljómsveitar Austurbæjar

Upplýsingar

Snorri Heimisson er fagottleikari og hefur verið stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts frá hausti 2013. Í janúar 2022 var hann ráðinn til afleysingar í Skólahljómsveit Austurbæjar en hann hefur nú verið fastráðinn þar frá hausti 2022.

Snorri hefur stjórnað Lúðrasveit Verkalýðsins, Lúðrasveit Þorlákshafnar og stjórnar nú lúðrasveitinni Svaninum.

Snorri hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarhópum á landinu svo sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammersveit Suðurlands og fleiri smærri hópum.

Allir fyrirlestrar - Snorri Heimisson